Friðhelgisstefna By Sædís Ýr
Friðhelgisstefna
Síðast uppfært: 12. júlí, 2022.
By Sædís Ýr er skuldbundin að verja friðhelgi gesta á vefsvæði okkar, þú hefur rétt á því að skoða vefsíðu okkar án þess að gefa persónulegar upplýsingar um þig, þó áskilum við okkur þann rétt að takmarka vöfrun á þeim svæðum sem við teljum viðeigandi.
By Sædís Ýr er skuldbundin að verja friðhelgi áskrifenda á póstlista og þeirra sem gefa okkur
upplýsingar sem gera okkur kleift að hafa samband við gesti.
Þessi friðhelgisstefna stjórnar gagnasöfnun, meðhöndlun og notkun persónuupplýsinga þinna. Með því að nota vefsíðu okkar samþykkir þú að þær gagnaframkvæmdir sem lýst er í þessari friðhelgisstefnu. Ef þú samþykkir ekki þessa skilmála skalt þú að hætta allri vöfrun og notkun á vefsvæði okkar, vörum eða þjónustu.
Við uppfærum þessa friðhelgisstefnu reglulega og þér er ráðlagt að heimsækja þessa síðu og yfirfara þessa friðhelgisstefnu reglulega. Ef þú ert skráður á póstlista okkar munt þú fá tilkynningu þegar þessari friðhelgisstefnu er breytt.
1. Mikilvægar upplýsingar
1.1. Hvernig þú hefur samband við okkur
Ef þú hefur spurningar varðandi friðhelgisstefnu okkar, meðhöndlun á persónuupplýsingum þínum eða óskar eftir að persónuupplýsingar um þig sé eytt, vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á bysaedisyr@gmail.com.
1.2. Deilir By Sædís Ýr upplýsingum þínum?
By Sædís Ýr leigir ekki eða selur persónugreinanlegar upplýsingar til þriðja aðila. Við söfnum, geymum eða deilum eingöngu upplýsingum af lögmætum rekstrar ástæðum sem útskýrðar eru hér að neðan, eða ef okkur ber lagaleg skilda eða okkur er leyfilegt að deila þeim.
1.3. Breytingar á friðhelgisstefnu
Allar breytingar á friðhelgisstefnu verða uppfærðar á þessari síðu, við hvetjum alla að skoða þessa friðhelgisstefnu og yfirfara breytingar með reglulegu millibili. Ef miklar breytingar verða á friðhelgisstefnu okkar munum við senda öllum áskrifendum okkar tölvupóst. Þetta hjálpar þér að vera meðvitaður varðandi þær upplýsingar við söfnum, hvernig við notum þær, hvar við söfnum þeim og undir hvaða kringumstæðum, ef einhverjar, koma þær fram. Áframhaldandi notkun á vefsíðu okkar, áskriftarleiðum og þjónustu eða veitingu persónuupplýsinga til okkar mun það fylgja uppfærðri friðhelgisstefnu okkar.
2. Þær upplýsingar sem við söfnum
Við söfnum persónugögnum um þig ef þú heimsækir vefsvæði okkar.
Þau gögn sem við söfnum kunna að vera vafrahegðun og mynstur, týpa vafra, staðsetning, áhugamál, aldur og kyn. Þær upplýsingar sem koma frá vafranum þínum innihalda IP-tölu, tíma og dagssetningu heimsókna, HTTP stöðu, stýrikerfi, UI, tungumál og útgáfu vafrans. Löggild ástæða söfnunar persónugagna er okkar löggildur áhugi að reka vefsvæði okkar, veita þér aðgang að vefsvæði okkar, skilningur á áhugamálum hugsanlegra kúnna og að veita þér viðeigandi efni og upplýsingar um rekstur okkar, þjónustur og vörur.
3. Vafrakökur til endurmarkaðssetningu og almenn endurmarkaðssetning
By Sædís Ýr notar endurmarkaðssetningu, til þess eru notaðar vafrakökur frá söluaðilum eins og Google, Facebook, Instagram og Twitter til þess að senda sérstök tilboð og markaðsefni til þín varðandi vörur okkar eða þjónustu í gegn um vefsvæði okkar, Google efnisnetið og samskiptamiðla. Þú kannt að sjá auglýsingar frá okkur varðandi vörur eða þjónustu okkar sem afleiðing þess að heimsækja vefsíðu okkar.
Ef þú vilt ekki fá auglýsingar frá okkur getur þú breytt stillingum þínum á tilheyrandi vefmiðli:
Facebook og Instagram: Skráðu þig úr Facebook og Instagram endurmarkaðssetningu hér.
Google Analytics: Skráðu þig úr Google Analytics gagnasöfnun hér.
Twitter: Skráðu þig úr Twitter endurmarkaðssetningu hér.
Pinterest: Skráðu þig úr Pinterest endurmarkaðssetningu hér.
Google: Skráðu þig úr Google endurmarkaðssetningu hér.
Við notum vafraupplýsingar til að stjórna og bæta vefsíðuna, vörur okkar og þjónustu. Við
kunnum einnig að nota vafraupplýsingar eitt og sér eða í sameiningu við persónuupplýsingar til
að veita þér sérsniðnar upplýsingar eða efni um By Sædís Ýr.
4. Ruslpóstsstefna
Vegdís ehf mun eingöngu senda tölvupóst til notenda sem skýrt hafa óskað eftir tölvupósti frá
By Sædís Ýr. By Sædís Ýr er sterklega á móti ruslpósti, við munum eingöngu senda þér póst sem við teljum þig hafa áhuga á.
Dæmi má nefna:
● Skráning á póstlista.
● Notendur sem klára tengiliða upplýsinga form.
5. Þvinguð birting
Við áskilum okkur rétt til að gefa upp persónuupplýsingar þegar lög krefjast eða í góðri trú að þess sé nauðsyn til þess að fylgja lögum eða til að fara eftir lagalegu ferli á síðu okkar. Einnig áskilur By Sædís Ýr sér rétt til þess að gefa upp persónuupplýsingar ef í góðri trú að þess sé nauðsyn til þess að verja rétt okkar, öryggi þitt eða annara.